Hefurðu staðið í rifrildi við einhvern og reiðin rænir þig allri skynsemi?
Taugaboðin sem ósjálfráða taugakerfið gefur eru annað hvort örvandi (drifkerfi) eða letjandi (sefkerfi). Streita virkjar drifkerfið og við finnum vel fyrir því frá mitti og úppúr. Vöðvar spennast, blóðþrýstingur hækkar, hjartað slær örar, sjáöldur víkka, öndun verður örari og meltingin hægir á sér.
Við erum tilbúin í átök..
Við erum ekki hönnuð til að vera með drifkerfið virkt í lengri tíma, það er eins og að vera tilbúin í átök sem aldrei verða. Okkur getur liðið eins og við séum í rússíbana þegar drifkerfið er virkt. Við höfum takmarkaða möguleika í slíku ástandi og valkostum okkar fækkar. Hvernig líður okkur í rússíbana? Ekki mikil skynsemi á ferðinni og drifkerfið á fljúgandi siglingu. Við missum hæfileika til að vega og meta eigin hegðun, við trúum tilfinningum okkar (til dæmis reiði, ótta og kvíða) þar sem styrkleiki tilfinninga eykur trúna okkar á að þær séu sannar. Þegar drifkerfið er á verðum við mögulega háð því að gera og bregðast við (eigum erfitt með að vera og bregðast ekki við öllu í kringum okkur).
Taugaboðin sem ósjálfráða taugakerfið gefur eru annað hvort örvandi (drifkerfi) eða letjandi (sefkerfi). Streita virkjar drifkerfið og við finnum vel fyrir því frá mitti og úppúr. Vöðvar spennast, blóðþrýstingur hækkar, hjartað slær örar, sjáöldur víkka, öndun verður örari og meltingin hægir á sér.
Hefurðu staðið í rifrildi við einhvern og reiðin rænir þig allri skynsemi? Þú segir hluti sem þú ætlaðir ekki að segja og hefur enga hæfni til að sjá sjónarhorn hins aðilans? Það eina sem sem þér finnst skipta máli í slíkum aðstæðum er að hinn aðilinn hefur afar rangt fyrir sér. Einhverju síðar, þegar kerfið hefur jafnað sig kemur mögulega í ljós að hinn aðilinn hafði bara nokkuð til síns máls. Þegar kerfið er í jafnvægi höfum við hreinlega fleiri mannlega möguleika.